Afþreying

Golf

Tveir golfvellir eru í nágrenninu, annar á milli Garðs og Sandgerðis GSG (einungis 2 mínútna akstur) og hinn á milli Garðs og Keflavíkur GS (5 mínútna akstur)

Sólsetur

Einungis 5 mín. ganga út á Garðskaga þar sem sólsetrið er stórkostlegt.

Norðurljós

Á góðu kvöldi er hægt að sjá norðurljósin.

Fuglaskoðun

Við ströndina á Garðskaga er mikið fuglalíf sem vert er að skoða.

Byggðasafnið á Garðskaga.

Safnið hefur til sýnis ýmsa muni sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands og einstakt vélasafn.

Veiði

Þú getur jafnvel farið að veiða á nokkurm við ströndina á Reykjanesi.

Íþróttir

Í Garði er íþróttahús með sundlaug og líkamsræktaraðstöðu.

Hvalir og selir

Frá ströndinni er oft hægt að sjá seli og hvali synda stutt frá landi.

Þarabað

Út á Garðskaga er hægt að fara í þarabað (á Hólavöllum)

Panta núna Þjónusta